þriðjudagur, júní 27, 2006

Árinni kennir...

Ég gafst upp og er fluttur burt frá Blogger, hann er búinn að vera leiðinlegur við mig...og ljótur líka.

Nýja bloggið mitt er staðsett á

http://www.blog.central.is/ofurandres

Setjið það í favorites, og sjáum hvort mér gengur ekki betur að uppfæra Blogg sem er minna þroskaheft.

sunnudagur, maí 07, 2006

Bara að pæla í hvort fólk kíkji enn á þessa síðu af gömlum vana.

Ég er ekki hættur að blogga sko, alveg satt. Ég er bara búinn að vera upptekinn í skóla og prófum, og haft frekar lítið frá að segja. Það er mjög fljótt að komast upp í vana að blogga ekki.

Var ég búinn að minnast á hvað ég þoli ekki sumar týpur af fólki? Það eru til týpur sem eru meðal-pirrandi. T.d. gamlir kallar með hatta í umferðinni. (ég sver að það er satt, að þeir eldri karlmenn sem keyra með hatt eru í alvöru áberandi verri ökumenn en þeir sem keyra hattlausir). Svo eru dellukallar frekar pirrandi líka, þessir sem vilja helst bara tala um bíla, eða lyftingar eða startrek, eða trúarbrögðin sem þeir voru að uppgötva. (taka skal frama að til eru dellu'kallar' af báðum kynjum). Hnakkar eru gott dæmi um fólk sem er pirrandi og ekki nokkur leið að taka alvarlega sem fólk.

Mjög pirrandi er svo fólk sem t.d. trúir ekki þróunarkenningunni og fólk sem hefur lélegt sjálfsálit og setur sig þessvegna á háan hest á forsendum sem segja í raun ekkert um það t.d. hverra manna þau eru, hverja þau þekki, í hvaða landi þau fæddust, eða jafnvel af hvaða kynstofni það er.

Mest pirrandi fólk sem ég veit af hins vegar (í svona daglegu íslensku lífi) þarf að koma til sögunnar næst, þarsem Blogger virðist vera með einhvern móral. Ég þarf virkilega að fara að koma mér á einhvern annan blogstað, eitt af því sem pirrar mig mest við að blogga hérna er að geta bara sett inn pínulitla pósta.

sunnudagur, mars 19, 2006

Halldór í herinn og herinn burt?

Herstöðvarandstæðingar mega eiga það að þeir búa til góð slagorð.

Ég er samt viss um að þeir sem fóru í kröfugöngur til að losna við herinn hér í gamla daga eru ekki alveg sáttir við þau málalok að Kaninn fari sjálfviljugur, og að það skuli helst vera fyrir þrábænir íslendinga að þeir séu ekki löngu farnir.

Ég skal ekki segja, náttúrulega löngu kominn tími á að endurhugsa þessi varnarmál. En ég skammast mín samt ekkert fyrir að segja að mér hefði liðið töluvert betur með Davíð í brúnni þegar þarf að endurskipuleggja þó svona mikilvæg atriði. Manni finnst Halldór einhvern vegin of mikil lufsa.

Og þó, það er aldrei að vita nema Dabbi hefði einfaldlega einkavætt landvarnirnar.

Neinei... í fullri alvöru þá hefur mér alltaf þótt hálfgerður aumingjaskapur að vera upp á aðra komnir með landvarnir. Ekki það að mér þyki líklegt að það komi einhvern tíma til þess að við þörfnumst alvöru landvarna. En eru ekki basic landvarnir einn af þessum hlutum sem þú vilt frekar eiga þó þú þurfir þær ekki en þurfa þó þú eigir þær ekki? Svona eins og smokkar.

P.s. ég blæs algjörlega á það að vera klukkaður í bloggleik...kannski ég díli við það síðar.

p.p.s. ég er held ég bara alveg hættur þessu 1.2.3.4. dæmi eitthvað.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Höggþéttur sími?

Ójá, nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir...

En fyrst þetta:

Ég lenti í því óhappi um daginn að lána Guðjóni bróður mínum símann minn til að hringja úr, meðan ég var að skutla honum heim.

Það er svosem engin ávísun á stórslys, mögulega tekur hann símann með sér óvart, eða eyðir stórfé, en í þetta skiptið missti hann símann útúr bílnum án þess að við yrðum þess varir, og þegar ég sneri við til að sækja símagreyið var einhver síma-hatarinn búinn að keyra yfir hann og brjóta skjáinn.

Þar hafið þið það, þeir sem vilja hringja í mig geta það, en SMS eru vitagagnslaus og ég get átt erfitt með að hringja frá mér, bæði af því að ég veit ekki nákvæmlega hvað er á skjánum, og af því að ég hef ekki aðgang að símaskránni.

Og hér er kominn næsti maður á lista,

Trausti Þorgeirsson
1. Við hittumst næstum aldrei lengur, það er sorglegt, en samt erum við alltaf jafn góðir vinir þegar við svo hittumst, og það er ekkert sorglegt. Þurfum að gera eitthvað skemmtilegt eins og að kíkja í bæinn eða að horfa á vídjó við tækifæri.
2. Af einhverjum ástæðum verður mér hugsað til íslenskrar bítla-eftirhermu tónlistar, get ekki útskýrt það nánar.
3. Það er ekki erfitt, við þekktumst svosem í 3. bekk, en við sátum saman í fremstu röð allan 4. bekk, svo það er það sem mér dettur í hug. Heimskulegir leikir þarsem við teiknuðum "Ef Ragnar væri bók" eða "Ef Andrés væri bókaflokkur" rugl eitthvað....það var allt ógurlega skemmtilegt. (svo höfðuð þið Ragnar og Óli alveg ótrúlegt þol fyrir því hvað við Lárus gátum rifist um frjálshyggjupólitík). Veit ekki hvort MR árin hefðu verið svipur hjá sjón án þín.
4. Hvernig gastu alltaf rústað mér í Liero? Meira að segja eftir að ég varð temmilega góður?

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Gleðilegan Febrúar!!

Eða eins og þeir kalla hann í Bandaríkjunum "Black History Month". Sem mér finnst frekar fyndið. Að gera mánuði tileinkaða einum kynþætti er svo farsakennt að það jaðrar við súrrealisma.

Það minnir mig á eitt sem angrar mig, jafnréttisbarátta er þessa dagana háð á röngum forsendum. Ég gæti skrifað heila bók um þetta, en ég er að æfa mig í að vera gagnorður svo ég ætla að setja eina setningu sem lýsir minni skoðun gagngert, og ef fólk hefur spurningar skal ég fara nánar í það næst.

"Jafnrétti, hvort sem verið er að tala um kyn, kynþætti eða trúarbrögð eru farin að snúast allt of mikið um það að allir litlu hóparnir séu jafnir...hafi jafn mikil völd, hafi sömu réttindi og forréttindi og séu jafn áberandi í samfélaginu, en ekki einfaldlega að allir hafi sama rétt burtséð frá litlu hópunum." -Andrés Helgi

Í algjörlega ótengdum fréttum vil ég svo linka á viðtal við Penn Jillette, einstaklega snjallan mann sem hefur góða innsýn. Vil ég benda öllum sem hafa áhuga á að meika það í skemmtanabransanum á að lesa þetta viðtal, og þeim sem hafa gaman af að lesa viðtöl við greinda menn sem hafa eitthvað að segja.

http://filmforce.ign.com/articles/454/454422p1.html

Svei, ég Bloggaði of mikið svo Trausti þarf víst aftur að bíða...ekki örvænta Trausti, þinn tími mun koma.

mánudagur, janúar 23, 2006

Fréttir af Andláti Mínu

eru stórlega ýktar....Allir vita að hún og Mikki eru ennþá á lífi en virðast ekkert vera að þroskast í sambandi sínu og eru enn "awkward kærustupar" eftir ríflega 50 ára samveru.

En í fúlustu alvöru, þá er það ekkert djók hvað það verður erfitt að manna sig upp í að blogga þegar maður er búinn að lofa að blogga um eitthvað sérstakt.

Ég reifst við kennara um daginn um það hvort ég væri búinn með kúrs í verklegri heila-anatómíu. Það skrítna var að það var ég sem sagði "Hey, ég er ekkert búinn með þetta og þarf að mæta í tíma og taka próf" og hann sem sagði "Hey, þetta er skrifað hérna, þú er búinn með þetta og við reiknuðum ekki með þér í tímana...farðu heim og láttu mig í friði"

Sem betur fer kom í ljós að hann hafði rétt fyrir sér.

Höldum þá áfram:

Helgi Duurhus:
1. Þú ert eini vinur Viktors sem ég myndi ekki þora að lenda í slag við....meira að segja þegar þú varst 14 ára.
2. Dauðarokk þarsem fólk öskrar úr sér lungun í stað þess að syngja. Ég myndi gefa upp nákvæmara nafn, en þess þarf ekki, hvaða dauðarokklag sem er dugar.
3. Ég er ekki viss um að ég eigi nokkrar ljósar minningar af þér...þú ert aðallega gaurinn sem er með Viktori, man samt alltaf frekar vel eftir þegar þú lést þér leiðast meðan Viktor var í tölvunni fyrir nokkrum árum hérna. Svo man ég líka óljóst eftir því þegar þið Viktor voruð littlir og voruð saman á leikskóla og seinna grunnskóla. (já, Helgi Durhuus var einu sinni lítill)
4. Hvað varð um tónleikana síðasta föstudag?

Er með Trausta tilbúinn, en fæ ekki að blogga hann strax...Blogger eitthvað að stríða mér.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Þá eru það nokkrir í viðbót

svei þessum blogger, ég get ekki sett inn nógu langa pósta til að gera þetta almennilega, ég verð að framá vor...en það er bara gaman.

Gunnar Jónsson:

1. Þið Guðjón bróðir minn eruð á margan hátt svo freakishly líkir að maður verður hálf hræddur...
2. Alltaf einhver svona Bítla-andi yfir þér, þá kemur mér helst til hugar Yesterday eða Octopuses Garden.
3. Einhvern tíma þegar ég skutlaði þér heim fyrir mörgum árum, held eftir partí hjá Guðjóni...eða bara þegar þið höfðuð verið að hanga lengi frameftir, þegar ég komst fyrst að því að þú værir fínn gaur en ekki bara einn annar furðulegur krakki.
4. Hvenær á Coral eftir að verða stór? Þið hafið allt til að bera sko.

Viktor Orri:

1. Ég sagði þér alltaf að ég myndi fara að nenna að hafa þig meira með þegar þú yrðir svona 16-17, og það er alveg að ganga eftir.
2. Harry Potter náttúrulega, og lagið "Why can't we be friends" af einhverri ástæðu.
3. Svei, þetta er ósanngjarnt, ég man nú óljóst eftir því þegar þú komst heim af fæðingardeildinni með mömmu, en ætli fyrsta ljósa minningin sé ekki af því þegar ég var eitthvað að kubba með þér þegar þú varst 2-3 ára og sagðist ætla að borða á þér eyrað, en þú varst ekki sáttur við það.
4. Hvað ætlarðu eiginlega að gera eftir Kvennó?


Pétur:

1. Ég á fáa vini sem ég get átt jafn háfleygar samræður við, klapp á bakið fyrir að vera einhver greindasta manneskja sem ég þekki.
2. Monty Python and the Holy Grail, og allt sem viðkemur Calvin og Hobbes (þó það séu hvorki lög né myndir)
3. Þegar ég var á fyrsta degi í seljaskóla og þú kynntir þig fyrir mér í leikfimitíma.
4. Sérðu eftir að hafa farið í skóla á Englandi?